Skíthræðsla...

Einusinni átti ég heima rétt við Hólabrekkuskóla, það var verið að byggja við hann nýja álmu og stór krani var á skólalóðinni,og á honum var ljóskastari sem logaði meira og minna allann tímann meðan á byggingu stóð.

Eina nóttina vakna ég og lít út um gluggann, það var verulega blautt úti mjög þéttur úði svo minnti á þoku það var líka vindur og þarna í þokunni sá ég eitthvað sem leit út eins og geimskip sem svifi nokkra metra yfir skólalóðinni og glitti öðruhvoru á, líkt og væru nokkur blikkandi ljós, oftast með sama millibili milli blikka.Alien

Ég fraus og þornaði upp í munninum, hjartað fór á fullt, og ég heyrði í því uppi í eyrum ég snéri höfðinu frá glugganum og hugsaði hvað er mann eiginlega að dreyma, en ég var vakandi ég kíkti aftir og þettað var enn þarna, jæks, ég ákvað að skoða þettað nánar og beinlínis lét mig síga útúr rúminu mínu og læddist á hækjum mínum, svo ég væri ekki eins áberandi, að glugganum og kíkti út þettað var þarna og ég gat samt ekki séð þettað almennilega.

Það rímaði akkúrat við heimsóknir utan úr geimnum sem maður hefur heyrt af, þeir laumast.Alien

Allt í einu flaug mér í hug að ég væri galin því ef þeir vissu af mér í glugganum væri hægur vandi að senda geisla á mig, beint í augun, svo ég læddist skíthræddari og brussulega uppí rúm aftur, skreið undir sængina hjá sambýlismanni mínum vafði mér utaná hann og sagði  "Addi ",  "Ummm" svaraði hann, "Ég trúi á líf á öðrum hnöttum" Ummm svaraði hann aftur og hélt svo áfarm að sofa en ég var farin að heyra hljóð í íbúðinni og mundi eftir að ég hafði séð í geimverumynd að þeir gætu umbreytt sér og smogið allstaðar inn án þess að maður sæi þá og blikkið úti var orðið ögn bjartara og ég var viss um að nú væri úti um okkur, ég andaði eins og eftir langhlaup með hjartsláttinn í eyruunum og fannst sambýlismaður minn vera ósvífinn fauti að sofa bara svona á meðan ég var í þann veginn að fá taugaáfall, amk af hræðslu.Crying

Nóttin var  lööööööng, en svo náði ég að dorma smá og vaknaði við dagsglætu en það var farið að birta, þá kom kisa mín trítlandi inn og ég leit út um gluggann, varlega þó, og sá þar stingast útúr þokunni byggingarkranann á skólalóðinni og ljóskastarinn hékk laflaus niður úr krananum og dinglaði og varpaði birtu við hvert dingl á bómuna á krananum svo leit út sem blikkljós væri.

kisa kúrði síðan frameftir með mér, hún hafði verið að stjái í íbúðinni um nóttina Joyful

 

 


Hissa.

Ég vil endilega deila með einhverjum smá frásögn.

Þannig er að ég keypti mér blandara fyrir 2árum, ekkert sérstaka tegund en sterklegann með glerkönnu og bara huggulegann, hann svínvirkaði, alltaf, þar til eitt sinn, þá lak allt úr honum.Frown

Ég ákvað strax að eitthvað væri að gúmmihring neðan á blandaranum (Pakkningu) hún  var eitthvað svo laus og lufsuleg.

Þar sem ég og blandarinn höfðum átt saman góðar stundir við að byrla ýmsa skyrdrykki vildi ég að sjálfsögðu fá bót meina hans, og hringdi í verslunina þar sem ég hafði keypt hann.

Þeir sögðu að ég skyldi hafa samband við verkstæðið þeirra eða hafa samband við aðra tiltekna viðgerðarþjónustu, jybbí, ég var kát og hafði þegar í stað samband við verkstæðin en þar var mér sagt að þettað væri smáhlutur og ekki á stefnuskrá hjá þeim að gera við svoleiðis hluti, betra væri bara að fá sér nýtt tæki.GetLost

Vá hvað ég var spæld og þótti þettað lélegt svar og þjónusta, þeir vildu ekki einusinni líta á könnuna sem lak meðfram lufsulegum þéttikantinum.Angry

Svo ég bara setti þettað bara í bið það hlyti eitthvað að gerast.

Fyrir stuttu frétti ég svo af manni uppi á Höfða sem gerði beinlínis þéttikanta og fór með mína könnu til hans, hann skoðaði og tók könnuna í sundur, svolítið sem ég vissi ekki að væri hægt hafði reyndar ekkert prófað það neitt svo mikið.

Hann fann það út maðurinn, Páll minnir mig að hann heiti að einhverntímann hefði skrúfast svolítið niður af skrúfganginum og þannig flæddi úr könnunni, þéttihringirnir eru bara í lagi og hinir glæsilegustu.

Hann sagði mér að fara bara með könnuna heim og taka hana í sundur þrífa hana vel og setja hana svo saman og þá ætti hún að vera í lagi, sem gekk eftir, nú er aftur hafin framleiðsla í stórum stíl á hinum ýmsustu skyrdrykkjum, og ýmsum brögðum beitt Wink

Ég tek það fram að hann er ekki með tækjaviðgerðarverkstæði en gaf sér samt tíma til að stúdera með mér könnuna, hann er alvöru þessi.Smile

Þó að það sé viss pólitík í því að hafa vörur ekki algerlega fullkomnar til að skapa framleiðslu þá finnst mér samt ætti að vera amk viðlit til þess að líta á vöruna áður en hún er dæmd úr leik.

Kanski á þessi frásögn heima hjá  Dr Gunna, en ég hef hana bara hér.

 

 

 


DÓNASKAPUR.

Alveg hef ég skoðun á því þegar ég heyri um bankastarfsmenn sem fá það óþvegið frá pirruðum kúnnum.

Þjónustustörf eru þau vanþakklátustu störf sem ég hef komist í tæri við, en sem betur fer eru ekki allir kúnnar með óhemjugang.

Það er samt svo að einhvernveginn eru sumir virkilega vanstilltir og kunna sig bara ekki, meira að segja einn ráðherra vor var með yfirgang við afgreiðslufólk á einum stað sem ég vann á.

Ég hef líka á þessu ári 2 sinnum verið hlustandi og áhorfandi þar sem erlendir starfsmenn eru að afgreiða í matvöruverslun og einhver finnur að þeim og talar niður til þeirra, og lætur bara vaða hátt og snjallt, og athuga það ekki að á sama tima og gasprað er þá eru þeir að gera lítið úr sjálfum sér fyrir framan alla, það er kanski bara gott á þessa ósvífnu fauta.

Þar er, held ég líka verið að fá útrás fyrir rasisma, eflaust erum við öll rasistar á ýmsa vegu mismiklir rasistar, eða förum misvel með skoðanir okkar á erlendu fólki.

Og það þykir mér ferlega hlægilegt hvað fólk er innilega ósamkvæmt sjálfum sér.

Það vill ekki vinna hvað sem er, þá er ráðið í þau jobb erlent fólk sem vill bara vinna hvað sem er, þá verða einhverjir kolvitlausir og þvaðra um að það sé hér erlent fólk að taka frá okkur vinnuna, svo er þvaðrað um að þettað fólk sé að setjast hér að, Íslendingar sjálfir vilja setjast að í hinum ýmsustu löndum og einmitt oft hópast þeir á sama staðinn eins og nýbúarnir gera hér.

 Svo er það fyndnasta og það hefur mér þótt lengi.... Það eru til rasistar sem hatast við lituðu fólki og ég þekki svoleiðis fólk, það er einmitt fólkið sem fer í ljósabekkina og líka á sólarströnd einmitt til að verða litað......Hahahahaaa kjánar.

Góða helgi

 

 


JÆJA.

Ekki finnst mér nú neitt skemmtilegt að blogga, mér finnst mikið skemmtilegra að kommenta á bloggið hennar Hullu vinkonu í DK.

Það eina sem mér dettur í hug að blogga er eitthvað tuð, og mig langar það bara ekki svo mikið.

Mitt mottó er "Líf og fjör" ég nefnilega eins og flestir lifi bara einu sinni (Hérna allavega) og ætla ekki að eyða lífinu í spælingar, allavega ekki svo heitið geti.

Almennur galsi og glens hentar mér, tek Lýsi og ég get svarið það að það virkar, en Baggalútur virkar betur, dagleg neysla bætir geð.

Og þegar þeir eru í sumarfríi og þótt ég viti að þeir komi aftur í ágúst þá kíki ég samt alltaf í von um að Enter eða Númi fannsker hafi misst sig í hvatvísi og skrifað á síðu Baggalúts í sumarfríinu.

Einu sinni var ég bara með svona Halla og Ladda húmor, þekkti ekki annað.

Ég bjó í Hafnarfirði og það var 17júní og Radíusbræður voru með uppistand um kvöldið, þangað fór ég að sjá þessa fyndnu stráka, en varð þettað líka hneyksluð, hellti úr eyrunum á mér af hneykslun þvílíkt hafði ég alldrey áður upplifað, en eftir fortölur gaf ég þeim sjens og hélt út kvöldið og eftir það fór ég að gefa öðrum sortum húmors sjens.

Á mínum vinnustað eru flestir í kring um mig miklir húmoristar og gleðigjafar, ég er heppin með það.

Eins gott að ég vinn ekki á ríkisstofnun, það væri löngu búið að reka mig fyrir galsa.

Einu sinni fékk ég alvarlega áminningu frá yfirmanni mínum þáverandi, þá vann ég þar sem verslað var með skótau ýmisskonar og ma íþróttaskó og til okkar komu margir skokkarar að versla þessa gæðaskó sem hafa þá eiginleika að vera stundum afspyrnu glannalegir í litum svo spyrja mætti sig hvort þeir væru löglegir, eða hvort ætti kanski fyrst að smella þeim í umhverfismat áður en hafin er sala á þeim.

Eníveí... Einhver hlaupaspíran hafði á orði að skór sem hentuðu hennar hlaupastíl væru bara ógeðslega ljótir á litinn og líka síðasta árgerð þar á undan það væri varla hægt að láta sjá sig í þessu á almanafæri. "Iss, ekkert mál" sagði ég "bara hlaupa nógu hratt þá sést ekki hvernig þeir eru á litinn" Engum þótti þettað leiðinleg uppástunga utan yfirmaður minn hann sá ekkert skemmtilegt við þettað.

Risabros til ykkar allra.Grin

 

 

 


Aðför að íslenskri dægrastyttingu........

OMG....enn eitt áfallið hefur nú dunið yfir Íslensku þjóðina.

Jólaopnun verslana seinkar.  Frown


Mín skoðun og svo ræði ég þettað ekki meira........

Ferlega er ég orðin þreytt á fréttunum alstaðar, í útvarpi blöðum og sjónvarpi og svo er ekki um annað talað, Kræst.

Ég trúi því að allt sem þú átt ekki að gera eða segja en gerir samt eða seigir kemur til þín til baka og hefnir sín....  frá mínum bæjardyrum séð fær þettað ljótukallafélag á baukinn án þess að við þurfum neitt að hafa fyrir því...

Ég hef reyndar furðað mig á því þegar ég hef heyrt um laun yfirmana ýmissa fyrirtækja, hvað í ósköpunum ætla þeir að gera við allann þennann pening........ svo plebbalega græðgislega ótrúlegar upphæðr í launum

Ég veit síðan ekkert hvort þettað eru sannindi, en ég td heyrði af einum yfirmanni í banka sem átti að hafa haft 65 milljónir í mánaðarlaun..... skilst mér vegna þess að hann væri að gera svo góða hluti fyrir bankann sinn og viðskiptavini..... svo hafði hann líka árangurstengdann bónus ofaná, seigir sagan, plús það að hann hafði kaupréttarsamning sem þýðir að hann má versla með bréf á lægra gengi en td ég, en selja strax aftur á hærra gengi.

Það hefur sennilega gleymst að semja um ef slakur eða enginn árangur næst, kanski er það líka ekki svo góð hugmynd.

 EN MÉR FINNST ÞAÐ GÓÐ HUGMYND.

Jæja nenni ekkert að spökulera í þessu, spökulera frekar í einhverju öðru.

Whistling  Binz.

 

 

 

 


OMG...

Þar kom að því ég er að prófa að blogga.

Ég er ofboðslega feimin og get líka verið það við tölvuna og í síma......

Ég finn það líka að ég þjáist af ritstíflu núna en gengur bara betur næst.

Það er reyndar frekar ómöguleg mynd af mér á síðunni en þarna er ég að springa úr spenningi í Ólafsvík í sumar að fara að tætast um á spíttbát og ekki er greiðslan fín, en eftir ferðina....bara verri.

Ég á það til að vera flámælt á lyklaborði þe nota e fyrir a og öfugt, ég hef sérhæfileika.

Ég vonast svo innilega til að feimnin renni af mér fljótlega, og ég nái að skrifa eitthvað annað en þettað samhengislausa skrif.

Svo sveimhugi kveður í bili.


Um bloggið

Jakobína V Guðmundsdóttir

Höfundur

Jakobína V Guðmundsdóttir
Jakobína V Guðmundsdóttir
Sveimhugi mikill.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband