Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

JÆJA.

Ekki finnst mér nú neitt skemmtilegt að blogga, mér finnst mikið skemmtilegra að kommenta á bloggið hennar Hullu vinkonu í DK.

Það eina sem mér dettur í hug að blogga er eitthvað tuð, og mig langar það bara ekki svo mikið.

Mitt mottó er "Líf og fjör" ég nefnilega eins og flestir lifi bara einu sinni (Hérna allavega) og ætla ekki að eyða lífinu í spælingar, allavega ekki svo heitið geti.

Almennur galsi og glens hentar mér, tek Lýsi og ég get svarið það að það virkar, en Baggalútur virkar betur, dagleg neysla bætir geð.

Og þegar þeir eru í sumarfríi og þótt ég viti að þeir komi aftur í ágúst þá kíki ég samt alltaf í von um að Enter eða Númi fannsker hafi misst sig í hvatvísi og skrifað á síðu Baggalúts í sumarfríinu.

Einu sinni var ég bara með svona Halla og Ladda húmor, þekkti ekki annað.

Ég bjó í Hafnarfirði og það var 17júní og Radíusbræður voru með uppistand um kvöldið, þangað fór ég að sjá þessa fyndnu stráka, en varð þettað líka hneyksluð, hellti úr eyrunum á mér af hneykslun þvílíkt hafði ég alldrey áður upplifað, en eftir fortölur gaf ég þeim sjens og hélt út kvöldið og eftir það fór ég að gefa öðrum sortum húmors sjens.

Á mínum vinnustað eru flestir í kring um mig miklir húmoristar og gleðigjafar, ég er heppin með það.

Eins gott að ég vinn ekki á ríkisstofnun, það væri löngu búið að reka mig fyrir galsa.

Einu sinni fékk ég alvarlega áminningu frá yfirmanni mínum þáverandi, þá vann ég þar sem verslað var með skótau ýmisskonar og ma íþróttaskó og til okkar komu margir skokkarar að versla þessa gæðaskó sem hafa þá eiginleika að vera stundum afspyrnu glannalegir í litum svo spyrja mætti sig hvort þeir væru löglegir, eða hvort ætti kanski fyrst að smella þeim í umhverfismat áður en hafin er sala á þeim.

Eníveí... Einhver hlaupaspíran hafði á orði að skór sem hentuðu hennar hlaupastíl væru bara ógeðslega ljótir á litinn og líka síðasta árgerð þar á undan það væri varla hægt að láta sjá sig í þessu á almanafæri. "Iss, ekkert mál" sagði ég "bara hlaupa nógu hratt þá sést ekki hvernig þeir eru á litinn" Engum þótti þettað leiðinleg uppástunga utan yfirmaður minn hann sá ekkert skemmtilegt við þettað.

Risabros til ykkar allra.Grin

 

 

 


Aðför að íslenskri dægrastyttingu........

OMG....enn eitt áfallið hefur nú dunið yfir Íslensku þjóðina.

Jólaopnun verslana seinkar.  Frown


OMG...

Þar kom að því ég er að prófa að blogga.

Ég er ofboðslega feimin og get líka verið það við tölvuna og í síma......

Ég finn það líka að ég þjáist af ritstíflu núna en gengur bara betur næst.

Það er reyndar frekar ómöguleg mynd af mér á síðunni en þarna er ég að springa úr spenningi í Ólafsvík í sumar að fara að tætast um á spíttbát og ekki er greiðslan fín, en eftir ferðina....bara verri.

Ég á það til að vera flámælt á lyklaborði þe nota e fyrir a og öfugt, ég hef sérhæfileika.

Ég vonast svo innilega til að feimnin renni af mér fljótlega, og ég nái að skrifa eitthvað annað en þettað samhengislausa skrif.

Svo sveimhugi kveður í bili.


Um bloggið

Jakobína V Guðmundsdóttir

Höfundur

Jakobína V Guðmundsdóttir
Jakobína V Guðmundsdóttir
Sveimhugi mikill.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband