Færsluflokkur: Spaugilegt
19.11.2008 | 21:15
Skíthræðsla...
Einusinni átti ég heima rétt við Hólabrekkuskóla, það var verið að byggja við hann nýja álmu og stór krani var á skólalóðinni,og á honum var ljóskastari sem logaði meira og minna allann tímann meðan á byggingu stóð.
Eina nóttina vakna ég og lít út um gluggann, það var verulega blautt úti mjög þéttur úði svo minnti á þoku það var líka vindur og þarna í þokunni sá ég eitthvað sem leit út eins og geimskip sem svifi nokkra metra yfir skólalóðinni og glitti öðruhvoru á, líkt og væru nokkur blikkandi ljós, oftast með sama millibili milli blikka.
Ég fraus og þornaði upp í munninum, hjartað fór á fullt, og ég heyrði í því uppi í eyrum ég snéri höfðinu frá glugganum og hugsaði hvað er mann eiginlega að dreyma, en ég var vakandi ég kíkti aftir og þettað var enn þarna, jæks, ég ákvað að skoða þettað nánar og beinlínis lét mig síga útúr rúminu mínu og læddist á hækjum mínum, svo ég væri ekki eins áberandi, að glugganum og kíkti út þettað var þarna og ég gat samt ekki séð þettað almennilega.
Það rímaði akkúrat við heimsóknir utan úr geimnum sem maður hefur heyrt af, þeir laumast.
Allt í einu flaug mér í hug að ég væri galin því ef þeir vissu af mér í glugganum væri hægur vandi að senda geisla á mig, beint í augun, svo ég læddist skíthræddari og brussulega uppí rúm aftur, skreið undir sængina hjá sambýlismanni mínum vafði mér utaná hann og sagði "Addi ", "Ummm" svaraði hann, "Ég trúi á líf á öðrum hnöttum" Ummm svaraði hann aftur og hélt svo áfarm að sofa en ég var farin að heyra hljóð í íbúðinni og mundi eftir að ég hafði séð í geimverumynd að þeir gætu umbreytt sér og smogið allstaðar inn án þess að maður sæi þá og blikkið úti var orðið ögn bjartara og ég var viss um að nú væri úti um okkur, ég andaði eins og eftir langhlaup með hjartsláttinn í eyruunum og fannst sambýlismaður minn vera ósvífinn fauti að sofa bara svona á meðan ég var í þann veginn að fá taugaáfall, amk af hræðslu.
Nóttin var lööööööng, en svo náði ég að dorma smá og vaknaði við dagsglætu en það var farið að birta, þá kom kisa mín trítlandi inn og ég leit út um gluggann, varlega þó, og sá þar stingast útúr þokunni byggingarkranann á skólalóðinni og ljóskastarinn hékk laflaus niður úr krananum og dinglaði og varpaði birtu við hvert dingl á bómuna á krananum svo leit út sem blikkljós væri.
kisa kúrði síðan frameftir með mér, hún hafði verið að stjái í íbúðinni um nóttina
Um bloggið
Jakobína V Guðmundsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar