Færsluflokkur: Dægurmál

DÓNASKAPUR.

Alveg hef ég skoðun á því þegar ég heyri um bankastarfsmenn sem fá það óþvegið frá pirruðum kúnnum.

Þjónustustörf eru þau vanþakklátustu störf sem ég hef komist í tæri við, en sem betur fer eru ekki allir kúnnar með óhemjugang.

Það er samt svo að einhvernveginn eru sumir virkilega vanstilltir og kunna sig bara ekki, meira að segja einn ráðherra vor var með yfirgang við afgreiðslufólk á einum stað sem ég vann á.

Ég hef líka á þessu ári 2 sinnum verið hlustandi og áhorfandi þar sem erlendir starfsmenn eru að afgreiða í matvöruverslun og einhver finnur að þeim og talar niður til þeirra, og lætur bara vaða hátt og snjallt, og athuga það ekki að á sama tima og gasprað er þá eru þeir að gera lítið úr sjálfum sér fyrir framan alla, það er kanski bara gott á þessa ósvífnu fauta.

Þar er, held ég líka verið að fá útrás fyrir rasisma, eflaust erum við öll rasistar á ýmsa vegu mismiklir rasistar, eða förum misvel með skoðanir okkar á erlendu fólki.

Og það þykir mér ferlega hlægilegt hvað fólk er innilega ósamkvæmt sjálfum sér.

Það vill ekki vinna hvað sem er, þá er ráðið í þau jobb erlent fólk sem vill bara vinna hvað sem er, þá verða einhverjir kolvitlausir og þvaðra um að það sé hér erlent fólk að taka frá okkur vinnuna, svo er þvaðrað um að þettað fólk sé að setjast hér að, Íslendingar sjálfir vilja setjast að í hinum ýmsustu löndum og einmitt oft hópast þeir á sama staðinn eins og nýbúarnir gera hér.

 Svo er það fyndnasta og það hefur mér þótt lengi.... Það eru til rasistar sem hatast við lituðu fólki og ég þekki svoleiðis fólk, það er einmitt fólkið sem fer í ljósabekkina og líka á sólarströnd einmitt til að verða litað......Hahahahaaa kjánar.

Góða helgi

 

 


Mín skoðun og svo ræði ég þettað ekki meira........

Ferlega er ég orðin þreytt á fréttunum alstaðar, í útvarpi blöðum og sjónvarpi og svo er ekki um annað talað, Kræst.

Ég trúi því að allt sem þú átt ekki að gera eða segja en gerir samt eða seigir kemur til þín til baka og hefnir sín....  frá mínum bæjardyrum séð fær þettað ljótukallafélag á baukinn án þess að við þurfum neitt að hafa fyrir því...

Ég hef reyndar furðað mig á því þegar ég hef heyrt um laun yfirmana ýmissa fyrirtækja, hvað í ósköpunum ætla þeir að gera við allann þennann pening........ svo plebbalega græðgislega ótrúlegar upphæðr í launum

Ég veit síðan ekkert hvort þettað eru sannindi, en ég td heyrði af einum yfirmanni í banka sem átti að hafa haft 65 milljónir í mánaðarlaun..... skilst mér vegna þess að hann væri að gera svo góða hluti fyrir bankann sinn og viðskiptavini..... svo hafði hann líka árangurstengdann bónus ofaná, seigir sagan, plús það að hann hafði kaupréttarsamning sem þýðir að hann má versla með bréf á lægra gengi en td ég, en selja strax aftur á hærra gengi.

Það hefur sennilega gleymst að semja um ef slakur eða enginn árangur næst, kanski er það líka ekki svo góð hugmynd.

 EN MÉR FINNST ÞAÐ GÓÐ HUGMYND.

Jæja nenni ekkert að spökulera í þessu, spökulera frekar í einhverju öðru.

Whistling  Binz.

 

 

 

 


Um bloggið

Jakobína V Guðmundsdóttir

Höfundur

Jakobína V Guðmundsdóttir
Jakobína V Guðmundsdóttir
Sveimhugi mikill.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband