19.11.2008 | 20:38
Hissa.
Ég vil endilega deila með einhverjum smá frásögn.
Þannig er að ég keypti mér blandara fyrir 2árum, ekkert sérstaka tegund en sterklegann með glerkönnu og bara huggulegann, hann svínvirkaði, alltaf, þar til eitt sinn, þá lak allt úr honum.
Ég ákvað strax að eitthvað væri að gúmmihring neðan á blandaranum (Pakkningu) hún var eitthvað svo laus og lufsuleg.
Þar sem ég og blandarinn höfðum átt saman góðar stundir við að byrla ýmsa skyrdrykki vildi ég að sjálfsögðu fá bót meina hans, og hringdi í verslunina þar sem ég hafði keypt hann.
Þeir sögðu að ég skyldi hafa samband við verkstæðið þeirra eða hafa samband við aðra tiltekna viðgerðarþjónustu, jybbí, ég var kát og hafði þegar í stað samband við verkstæðin en þar var mér sagt að þettað væri smáhlutur og ekki á stefnuskrá hjá þeim að gera við svoleiðis hluti, betra væri bara að fá sér nýtt tæki.
Vá hvað ég var spæld og þótti þettað lélegt svar og þjónusta, þeir vildu ekki einusinni líta á könnuna sem lak meðfram lufsulegum þéttikantinum.
Svo ég bara setti þettað bara í bið það hlyti eitthvað að gerast.
Fyrir stuttu frétti ég svo af manni uppi á Höfða sem gerði beinlínis þéttikanta og fór með mína könnu til hans, hann skoðaði og tók könnuna í sundur, svolítið sem ég vissi ekki að væri hægt hafði reyndar ekkert prófað það neitt svo mikið.
Hann fann það út maðurinn, Páll minnir mig að hann heiti að einhverntímann hefði skrúfast svolítið niður af skrúfganginum og þannig flæddi úr könnunni, þéttihringirnir eru bara í lagi og hinir glæsilegustu.
Hann sagði mér að fara bara með könnuna heim og taka hana í sundur þrífa hana vel og setja hana svo saman og þá ætti hún að vera í lagi, sem gekk eftir, nú er aftur hafin framleiðsla í stórum stíl á hinum ýmsustu skyrdrykkjum, og ýmsum brögðum beitt
Ég tek það fram að hann er ekki með tækjaviðgerðarverkstæði en gaf sér samt tíma til að stúdera með mér könnuna, hann er alvöru þessi.
Þó að það sé viss pólitík í því að hafa vörur ekki algerlega fullkomnar til að skapa framleiðslu þá finnst mér samt ætti að vera amk viðlit til þess að líta á vöruna áður en hún er dæmd úr leik.
Kanski á þessi frásögn heima hjá Dr Gunna, en ég hef hana bara hér.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Jakobína V Guðmundsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.